LOGOS - LEXOMETRICA
   

 

 

 

6. jan. 2020
Ný uppfærsla 5.3.2 af  lestrargreiningarforritinu LOGOS er komin til niðurhals.  Logos 5.3.1 er þar með ekki lengur aðgengileg.
Til athugunar:
Áður en 5.3.2 er hlaðið niður er öruggast að TAKA AFRIT af þeim prófniðurstöðum sem eru fyrir hendi
því það er engin trygging fyrir því að þær haldist inni.
Ef talan 1 birtist í niðurhalinu setup(1).exe og LogosSetup(1).msi þarf
notandinn eyða gömlu upfærslunni áður en 5.3.2 er hlaðið niður aftur.

2.október 2019

Fullbókað er á námskeiðið hjá okkur sem haldið verður í Gerðubergi föstudaginn 4. október. Næsta námskeið verður haldið 24. janúar 2020. Athugið að ný verðskrá er komin bæði fyrir gjald á LOGOS-forritinu og námskeiðsgjaldi

Breytt staðsetning á námskeiðinu 2. október. Námskeiðið verður haldið í Oddeyri, sal Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar að Linnetsstíg 3 Hafnarfirði 4. hæð. en ekki í Álfhólsskóla eins og áður var auglýst. Námskeiðið hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 14:30

23. sepember 2015

Breytt staðsetning á námskeiðinu 2. október. Námskeiðið verður haldið í Oddeyri, sal Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar að Linnetsstíg 3 Hafnarfirði 4. hæð. en ekki í Álfhólsskóla eins og áður var auglýst. Námskeiðið hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 14:30


Mikil eftirspurn er réttindanámskeiðum fyrir LOGOS og er nú orðið fullt á tvö námskeið í haust.
Ekki verður tekið á móti fleiri umsóknum fyrir réttindanámskeið á þessu hausti. Násmkeið verður haldið snemma árs 2016 ef áhugi verður fyrir því. Áhugasamir hafi samband við okkur á tölvupóstfangið lexometrica@logos-test.is

logos 5.3.1 er ætluð fyrir Windows 10 sem og Windows 7 og 8 eins og áður hefur komið fram

1. sepember 2015
Réttindanámskeið í fyrirlögn LOGOS verður haldið í Álfhólsskóla Kópavogi.2.október 2015. Hægt er að skrá sig á það á lexometrica@logos-test.is

Við bjóðum upp á eftirfylgninámskeið fyrir þá sem nú þegar hafa réttindi til að nota LOGOS. Þar verður greint frá því hvernig nota má LOGOS til skimunar ásamt því að stafseningarhlutinn í prófinu verður kynntur.

15. október 2014

Ný uppfærsla fyrir Windows 7 og 8 er komin út. Þeir skólar sem hyggjast kaupa hana sendi okkur póst á lexometrica@logos-test.is. Verðið á uppfærslunni er 70.000 krónur

Réttindanámskeið í fyrirlögn LOGOS verður haldið í Álfhólsskóla Kópavogi.24. október 2014. Hægt er að skrá sig á það á lexometrica@logos-test.is

Á döfinni er að bjóða upp á eftirfylgninámskeið fyrir þá sem nú þegar hafa réttindi til að nota LOGOS. Þar verður greint frá því hvernig nota má LOGOS til skimunar ásamt því að stafseningarhlutinn í prófinu verður kynntur.

 

Varðandi lykilorð þá er mér ekki kunnugt um að þau virki ekki, alla vega hefur enginn haft samband við mig þess vegna enda fljótlegt að leysa úr því.
 
Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur handbókina mjög vel sérstaklega tæknilega kaflann frá bls. 178 og þar eru líka góðar leiðbeiningar varðandi hljóðið og stillingar þar að lútandi og frekari notkun LOGOS.
Við vonumst til að ykkur takist að fá LOGOS sem virkar í tölvurnar ykkar eða ætti við að segja, að fá tölvur sem Logos virkar í.
Það er svo öllum velkomið að hafa samband við undirritaða ef einhverjir erfiðleikar eru og ég mun reyna að greiða úr þeim eftir bestu getu.

Með bestu kveðju,
Guðbjörg Ingimundardóttir,
deildarstjóri Eikarinnar í Holtaskóla
v/ Sunnubraut
230, Reykjanesbæ
S.4203500 


 

18. febrúar 2013

Næsta réttindanámskeið í LOGOS verður haldið í Giljaskóla 12. mars 2013(sjá undir flipanum námskeið)

 

18. mars 2012

Verð á stóru lesskilningshjólunum eru eftirtalin:

Eitt hjól kostar 3.000 kr. ef keypt eru tvö hjól kosta þau 5.500 krónur, þrjú á 8.000 kr. og fjögur á 10.000 kr.

lesskilningshjolid

12. mars 2012

Fyrirhugað námskeið á Akureyri 13. mars 2012 fellur niður

 

17. febrúar 2012

Næsta réttindanámskeið í LOGOS verður haldiðá Akureyri 13. mars næstkomandi (sjá undir flipanum námskeið)

Þeir sem hafa áhuga á lesskilningshjólunum frá henni Barbro Westlund geta pantað þau hjá okkur. Stór plaköt með hjólinu eru lika komin úr prentun. Þau eru góð til þess að hengja upp á vegg í skólastofunni.

 

 

 

11. janúar 2012

Næsta réttinanámskeið í LOGOS verður haldið í Álfhólsskóla 27 janúar næstkomandi (sjá undir flipanum námskeið)

Annað réttindanámskeið verðu haldið á Akureyri í mars 2012. Dagsetning námskeiðsins og fyrirkomulag verður auglýst innan tíðar

 

 

Glærur frá námskeiði Lexometrica um skimun með LOGOS sem haldið var 26 september 2011 verða birtar út janúarmánuð 2012

 

 

Vegna nokkurra fyrirspurna um lestrargreiningar fyrir fullorðna sem eru að hefja háskólanám, bæði hérlendis og á Norðurlöndum viljum við koma því á framfæri, að við í Lexometrica tökum að okkur lestrargreiningar bæði fyrir börn og fullorðna. Þeir sem áhuga hafa sendi okkur línu á lexometrica@logos-test.is

 

27. júní 2011

Næsta réttinanámskeið í LOGOS verður haldið í Álfhólsskóla 9. september næstkomandi (sjá undir flipanum námskeið)

Fyrr í vor var neðanritað bréf sent til sérkennara með LOGOS réttindi. Viðbrögð voru afar jákvæð. Væntanlegur verður námskeiðið verða haldið mánudaginn 27. september 2011, svo takið þann dag frá. Eftir á að ákveða staðsetningu. Þær upplýsingar munum við setja á heimasíðuna um leið og þær verða ljósar.

Á haustdögum mun Lexometrica á Íslandi standa fyrir námskeiði fyrir sérkennara með LOGOS réttindi.
Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum möguleika LOGOS til skimunar heilla árganga og hvernig efni hefur verið þróað  fyrir námsúrræði handa  nemendum úr frá þeim niðurstöðum. Það hefur sýnt sig að skimun með þessum hætti gefur nákvæmar upplýsingar um stöðu nemanda í leshraða, lesskilningi og lestraraðferðum sem er forsenda þess að hægt sé að bæta markvisst lestrarfærni þeirra.
Á námskeiðinu verður kynntur árangur og vinnubrögð skóla sem nýtt hafa þessa skimunaraðferð og hvaða námsúrræði hafa skilað nemendum árangri.
Einnig er stefnt  að því að fá erlendan fyrirlesara þar sem lesskilningur  nemenda verður sérstaklega  til umræðu, úrbætur og leiðir.
Námskeiðið verður haldið á stór – Reykjarvíkursvæðinu á haustdögum og verður staður og tími nánar auglýst síða
r.

 

 

Föstudaginn 4. mars næstkomandi kl. 14 – 16 verður Logos fundur fyrir þá sérkennara í Hafnarfirði sem eru með réttindi til að nota LOGOS

Á fundinn mæta fulltrúar frá Logos og fræða kennara um nýjungar og / eða annað sem reynslan af Logos hefur leitt í ljós. Jafnframt gefst tækifæri til þess að beina spurningum til þeirra og / eða hópsins í heild og ræða annað það sem fólk er að fást við í greiningarvinnunni og vinnu með nemendur. Hægt er  að taka tölvurnar með og nota þær á fundinum ef vill.

11. janúar 2011

Næstu námskeið verða haldin í Ytri-Njarðvík 4. febrúar næstkomandi og ef næg þátttaka fæst á Akureyri 10. febrúar 2011

Ný útgáfa á LOGOS er komin á niðurhalssíðuna LOGOS 3.0. Örfáar breytingar eru frá fyrri útgáfu, t.d. á birtingu þversniðs o.fl. Við mælum með því að þið hlaðið henni niður hjá ykkur. Fyrri próf og niðurstöður haldast inni þó að nýrri útgáfu sé hlaðið niður.

Vegna margra fyrirspurna í haust viljum við benda kennurum á að vista niðurstöður á USB- tengi eða á heimasvæði ef flytja eða hlaða á forritinu í nýja tölvu. Leiðbeiningar um hvernig það er gert má finna á bls. 185 í handbókinni.

Í Álfhólsskóla Kópavogi voru í haust 1. og 5. hluti LOGOS lagðir fyrir alla fjórðubekkinga og niðurstöður bornar saman við niðurstöður samræmdra prófa. Mjög forvitnilegt er að vita hver samsvörunin er og munum við birta niðurstöður hér um leið og þeirri skoðun verður lokið.

Á síðasta ári héldum við þrjú réttindanámskeið í LOGOS, Eitt á Akureyri, annað í Kópavogi og það þriðja í Ytri Njarðvík. Við héldum líka nokkra eftirfylgdarfundi, nú síðast fyrir Suðurnesjafólk rétt fyrir áramót. Þessir fundir hafa mælst sérstaklega vel fyrir. Á þessu ári munum við halda áfram með eftirfylgdarfundina okkar. Samið hefur verið um að halda slíkan fund með öllum sérkennurum í Kópavogi nú í lok janúar eða byrjun febrúar. Annar eftirfylgdarfundur er fyrirhugaður á Akureyri í mars.

 

3.mars 2010

Til boða stendur að halda svokallaða eftirfylgdafundi með kennurum sem hlotið hafa réttindi til að nota LOGOS. Tveir slíkir fundir voru haldnir í Hafnarfirði á síðasta ári, einn í Kópavogi og annar í Reykjavík. Hafa þetta verið mjög gagnlegir fundir. Nú síðast var fundur haldinn í Garðabæ í umsjá Gyðu Arnmundsdóttur.

 

Nokkrar línur um fundinn í Garðabæ.
Eftirfylgdarfundur vegna LOGOS-greiningartækisins var haldinn í Garðabergi í Garðabæ miðvikudaginn 24.febrúar. Þar komu saman sérkennarar úr grunnskólum Garðabæjar sem eru að nota tækið. Rætt var um ýmis mál svo sem hvernig nota má LOGOS til skimunar í bekk, farið yfir túlkunaratriði,  spurningum sem upp hafa komið hjá greinendum svarað , bornar saman skýrslur og spjallað. Það var mjög gaman að sjá hvað kennararnir voru að nota tækið mikið og alltaf gagnlegt að bera saman bækur sínar í þessum málum. Undirrituð þakkar fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera með þessum frábæru sérkennurum þetta síðdegi.
Kveðja
Gyða M Arnmundsdóttir
sérkennslufulltrúi,
Fræðluskrifstofu Reykjanesbæjar

 

18. janúar 2010

Réttindanámskeiđ verđur haldiđ í Hjallaskóla, Kópavogi, föstudaginn 5. febrúar frá kl. 9:00 til 15:00.

Vinsamlegast tilkynniđ ţátttöku á netfangiđ lexometrica@logos-test.is

8. október 2009

Túlkunarnámskeiđ verđur haldiđ í Hjallaskóla, Kópavogi, ţann 20. nóvember frá kl. 12:00 til 16:00.

Ný réttindanámskeiđ verđa haldin snemma á nćsta ári.

13. ágúst 2009

Réttindanámskeiđ verđur haldiđ í Hjallaskóla, Kópavogi, fimmtudaginn 1. október frá kl. 9:00 til 15:00.

Vinsamlegast tilkynniđ ţátttöku á netfangiđ lexometrica@logos-test.is

4. nóvember 2008

Túlkunarnámskeiđ verđa haldin í Hjallaskóla, Kópavogi, dagana 7. nóvember, 14. nóvember og 20. nóvember frá kl. 13:00 til 17:00.

Túlkunarnámskeiđ verđur haldiđ á Egilsstöđum 25. nóvember og á Selfossi 27. nóvember. Ţau eru frá kl. 13:00 til 17:00.

Réttindanámskeiđ verđa haldin í janúar en ţau verđa auglýst nánar síđar.

 

Á námskeiði í Kópavogi 2008

 

Undirritun samnings við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar í febrúar 2008

 

Undirbúningur fyrir fyrsta námskeiðið í febrúar 2008

 

Kynning á LOGOS í Fjölbrautarskóla Suðurnesja haustið 2007