LOGOS - LEXOMETRICA
     
 

Æskilegur útbúnaður fyrir LOGOS 5.3.2

Stýrikerfi:

Windows 10

Hljóðkort:

Flest Sound Blaster-hljóðkort virka vel. Athugið þó sérstaklega hvort hljóðkortið virkar ekki örugglega nógu vel við venjulegar upptökur og afspilun í Windows.

Hljóðnemi:

1. Logitech, USB Desktop Microphone (settur beint í samband við USB-tengið)

Lítill einfaldur hljóðnemi sem upptökurnar eru góðar úr.
eða

2. Trust Multi Function Headset

þetta er tæki á höfuðið sem er bæði með hátalara og hljóðnema. Við höfum góða reynslu af þessu tæki.
Þeir sem nota USB millistykki á milli heyrnartóla og tölvu er bent á að millistykkið þarf að vera með hljóðkorti.

Hátalarar

Ef tölvan er ekki með innbyggðum hátölurum þá mælum við með að nota venjulega lausa hátalara. Þegar höfuðtól eru notuð með lausum hátölurum þarf að nota Stereo Adapter (millistykki) og þá fer hljóðið frá tölvunni bæði í hátalarana og höfuðtólin.

Hljóðupptaka:

Við mælum með að munnleg svör nemandans séu tekin upp, annaðhvort á upptökutæki eða beint á tölvuna. Seinni kosturinn er miklu betri með tilliti til gæða upptökunnar. Hægt er að vista upptökurnar í forritinu Audacity. Það forrit er hægt að nálgast á internetinu ókeypis hér.