Sækja þarf báða hlutana áður en sá seinni er keyrđur og passa þarf að heiti skránna endi ekki á tölustaf innan sviga s.s. setup(1).exe. Ef það er tifellið, þá þarf að hlaða upp á nýtt.
Í einhverjum tilfellum er þörf á að setja eldri útgáfu upp á undan útgáfu 5.3.2 t.d. ef upp kemur villa sem segir unable to locate file „Logos Setup.msi“ því 5.3.2. er uppfærsla á 5.3.1
Þá þarf að sækja báða hlutana hér að neðan og setja upp, áður en nýrri útgáfan er sótt og sett upp. Sama á við og áður um að skrá má ekki vera með sviga og tölustaf í nafninu.
Ef það kemur upp villa sem segir m.a. "Unable to load the native components of SQL Server Compact", þarf að sækja SQL Server Compact edition 3.5 sem hægt er að nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan:
Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda hugbúnaðarins, þarf að sækja og setja upp tvennt í réttri röð:
1. SSCERuntime_x86-ENU.msi
2. SSCERuntime_x64-ENU.msi
|