LOGOS - LEXOMETRICA
     
 

Vangaveltur - Spurt & svarað

Spurt er um stafsetningarhluta logos.
Spurt er um dagsetningu á endurteknum prófum.
Spurt um Notepad skjalið.
Spurt um tíma á milli prófana.
Spurt um skjámynd .
Spurt um hvernig megi flytja gögn á milli tölva.
Spurt um hvað þarf til að geta komist á námskeið.
Spurt um hvernig skrá á í athugasemdardálk.
Spurt um hvernig hægt sé að taka afrit af gögnum.
Ég þurfti að láta strauja tölvuna mína.
Erfiðleikar með að slá inn rétthafanúmer.
Spurt um val á prófstuðli.
Spurt um hvers vegna 1. prófþáttur frjósi.
Spurt um head-sett með USBtengi.


Ertu að velta einhverju fyrir þér? Sendu spurningu á netfangið lexometrica@logos-test.is

Spurt er um stafsetningarhluta logos.

Mig langar aðeins til að forvitnast um hvernig stafsetningarhluti Logos virkar.
Eru einhverjar leiðbeiningar um hann sem þið gætuð komið áleiðis?

Svar: Nemendur fá í hendur blýant og línustrikaðan pappír. Þeir merkja blöðin sín með nafni.

Aðferð: Prófandi situr við tölvuna og les af henni setningu með því orði sem nemendur  eiga að skrifa. Nemendur skrifa orðin í dálk og númera þau.   
Prófandi skal nota eðlilegan framburð, áherslur og talhraða. Ef nemandi hefur ekki heyrt orðið sem á að skrifa má endurtaka „skrifið“ einu sinni (orðið sem nemandinn náði ekki endurtekið). Gæta þarf þess að nemandinn sjái ekki á tölvuna.
Prófandi smellir einu sinni á hægri músarhelming til að staðfesta að rétt hefur verið skrifað. Ef orðið er rangt skrifað er tvísmellt hægra megin á músina. Ef prófandinn vill taka villuskráningu til baka þá smellir hann einu sinni enn á hægri músarhelming. Þá hverfur strikið sem gefur til kynna villu.
Einnig er hægt að leggja stafsetningarþáttinn þannig fyrir að prófandi les beint af stafsetningarblaðinu sem hlaðið er niður af heimasíðunni logos-test.is og nemandinn skrifar eftir upplestrinum. Eftir að nemandinn er farinn er farið inn í forritið og merkt við rétt og rangt eins og áður er lýst.

Spurt er um dagsetningu á endurteknum prófum.

Ég er í smá vandræðum með dagsetningu á skýrslu. Ég tók LOGOS-test á nemanda árið 2008. Síðan hef ég reglulega tekið próf og nú síðast í apríl 2011. Dagsetningin á hausnum á skýrslunni er vitlaus. Það kemur alltaf dagsetning þess dags sem prófið var lagt fyrst fyrir nemandann. Hvernig get ég breytt henni?

Svar: Dagsetninguna á skýrsluna getur þú lagað með því að fara í –skráning- (á röndinni efst uppi) -skrá nemanda- og setja þar inn viðeigandi dagssetningu .þ.e.dagsetningu þess dags sem endurtekningin fór fram. Á sama stað getur þú líka breytt bekknum, því væntanlega er nemandinn ekki í sama bekk nú og hann var 2008.

Spurt um Notepad skjalið
Ég er í basli með að senda samstarfskonu minni LOGOS gögn en hún er með LOGOS forritið í tölvunni sinni. Ég fór nákvæmlega eftir leiðbeiningunum á bls. 185 í handbókinni og vistaði skjalið á desktoptnum í tölvunni minni og reyndi að senda það sem viðhengi. Þegar hún opnaði skjalið kom bara eitthvað skjalarugl, sama gerðist þegar ég reyndi að opna það sem ég vistaði hjá mér. Hvað er ég að gera vitlaust?

Svar: Þú gerðir ekkert vitlaust. Skjalið vistast sem notepad skjal og er ólesanlegt nema í gegnum forritið sjálft. Samstarfskona þín þarf að opna forritið hjá sér,fara síðan í –skrá- og -prófniðurstöður sóttar- og sækja skjalið þangað þar sem það er vistað. Þá flyst það í forritið hjá henni og hún getur opnað það og lesið.

 

Spurt um tíma á milli prófana
Mig langaði að spyrja að því hversu langt þarf að líða á milli prófana á les- og hlustunarhlutunum í LOGOS prófinu.

Svar: Æskilegt er að það líði a.m.k. 6 mánuðir á milli prófana á prófþáttum 1 leshraði og lesskilningur og 2hlustun og skilningur. Aðra prófþætti má endurtaka eftir þjálfun í styttri tíma, eða u.þ.b. 8 vikur

 

Spurt um skjámynd


Er nýbúin að fá nýja LOGOS tölvu með uppfærðu LOGOS forriti. Allt virkar fínt nema þegar ég fer inn í hvern þátt fyrir sig, þá er ekkert hægt að eiga við hnappinn sem maður notar til að fara áfram í forritinu. Getið þið aðstoðað mig?

Svar: Skjámyndin er greinilega of stór hjá þér þannig að "byrja"-reiturinn sést ekki. Fara þarf í "Settings" og "Display" og minnka skjámyndina þar. Líklega er hún í 150%. Passlegt er þá að setja hana í 125%

 

Spurt um hvernig megi flytja gögn á milli tölva

Ég hef frá upphafi gert öll prófin á sömu fartölvuna en nú er ég að færa mig í aðra tölvu, get ég flutt eldri prófanir á milli?

Svar: Hvað varðar að flytja gögn á milli tölva er það gert þannig að þú merkir viðkomandi nemanda/ nemendur og ferð í- skrá- efst í horninu til vinstri - þar í -prófniðurstöður sendar- Vistar þær á USB lykli og sækir þær síðan á sama hátt þegar þú ert búin að opna forritið í nýju tölvunni. þ.e.- skrá -, - prófniðurstöður sóttar-.

 

Spurt um hvað þarf til að geta komist á námskeið.
Hvaða upplýsinga óskið þið um mig svo ég geti sótt um að komast á námskeið?

Svar: Til þess að geta sótt námskeið þarf viðkomandi að vera með sérkennaramenntun eða aðra sambærilega og hafa aðgang að lestrargreiningarforritinu.

 

Spurt um hvernig skrá á í athugasemdardálk.

Ég er að vandræðast með hvernig ég skrái athugasemdir inn á staðlaða skýrslu í LOGOS. Getið þið hjálpað mér?

Svar: Prófandi getur bætt við athugasemdum við hvern prófhluta fyrir viðkomandi nemanda. Þetta er gert með smella einu sinni dagsetninguna fyrir aftan þann prófhluta sem athugasemdin á við um, smella svo á reitinn Athugasemdir. Þá opnast ritvinnslugluggi þar sem hægt er að skrifa inn athugasemdir og ábendingar í sambandi við viðkomandi prófhluta. Hægt er síðan að skoða athugasemdirnar í staðlaðri skýrslu með því að haka við athugasemd þar.

 

Spurt um hvernig hægt sé að taka afrit af gögnum

Ég sé um tölvukerfið í mínum skóla. Við nýtum LOGOS forritið hjá okkur. Nú velti ég fyrir mér hvernig ég tek afrit af gögnunum?

Svar: Það er mjög æskilegt að taka reglulega afrit af niðurstöðum LOGOS. Prófandi getur flutt allar niðurstöður og vistað á þeim stað sem honum hentar, annað hvort á sínu svæði í tölvunni eða á USB lykli. Það er gert með því að merkja alla nemendurna, fara svo í skrá (efst til vinstri) og prófniðurstöður sendar þá kemur upp gluggi þar sem merkt er við -niðurstöður verða sendar frá öllum nemendum-og þið hakið við -í lagi-. Þá er boðið upp á val um hvar á að vista og þið veljið hvar þið viljið vista og gefið skjalinu nafn. Sjá leiðbeiningar á bls. 185 í handbók. Gögnin geymast þá sem notepad skjöl og hægt er að sækja þau aftur í gegnum forritið.

 

Ég þurfti að láta strauja tölvuna mína.
Tölvumaðurinn kom síðan og setti LOGOS aftur inn sem gekk vel.
En ég hef ekki getað fixað hljóðið – hljóðstyrkinn – og þar með er
forritið ónothæft.
En hvað er til ráða ? Getið þið aðstoðað mig ?

Svar: Margar ástæður geta verið fyrir því að hljóðstyrkinn vantarþegar nýju forriti er hlaðið niður. t.d.getur hljóðneminn verið stilltur á þögn, eða að styrkurinn er stillturá 0%.Algengast er að hafa hann stilltan á 200%. Nákvæmar leiðbeiningar um hljóðstyrkeru í handbókinni á bls.

 

Erfiðleikar með að slá inn rétthafanúmer
Sæl
Ég er búin að slá rétthafanúmerið sem er í vörslu skólastjóra mörgum sinnum inn og tölvuumsjónarmaður skólans er búin að reyna að hjálpa mér en ekkert gengur hjá okkur. Ég þurfti einu sinni að skipta um tölvu og sló þá númerið inn og allt gekk vel. Ég skil ekki hvað er að núna.

Svar: Þegar LOGOSforritinu er hlaðið niður af heimasíðunni þarf að slá inn rétthafanúmeri tilþess að geta opnað það. Sláið inn nákvæmlega eins og rétthafanúmerið er sem þið hafið í höndunum. Þ.e. notið hástafi, engan áslátt á milli stafaruna og bandstrika og notið séríslensku stafina séu þeir til staðar í viðkomandi númeri.

Spurt um val á prófstuðli

Sæl Ég var með nemanda í 9. bekk í greiningu hjá mér. Á þá prófstuðullinn ekki að vera 10?

Svar: Góð regla er að meta nemendur í 9. bekk út frá prófstuðli 8 ef prófið er lagt fyrir að hausti en út frá 10.bekk ef prófið er lagt fyrir á vorönn.

Spurt um hvers vegna 1. prófþáttur frjósi

Var að prófa LOGOS sem nýr nemandi, en fyrsta verkefnið virtist frjósa (texti um veiðar á bryggju). Ég sá textann en hnapparnir þrír eru óvirkir og ekki hægt að ljúka verkefninu öðru vísi en að stöðva Logos.

Svar: Eftir lestur á hverjum texta í prófhluta 1 þarf að styðja á -m-hnappinn á lyklaborðinu til þess prófið haldi áfram. Sjá nánar í prófaleiðbeiningum

Spurt um head-sett með USBtengi
Var að kaupa mér nýtt head-sett, nú með usb-tengi og það er eins og forritið taki ekki inn hljóðnemann (heyrnatólin virka). Hljóðneminn virkar með öðrum forritum. Einhver ábending um hvernig ég á að snúa mér í þessu?

Svar: Ekki erhægt að nota headsett með USBtengi við LOGOSforritið.