Komin er út ný handbók, verð 10.000 kr.
Hægt er að senda pöntun á netfang Lexometrica lexometrica@logos-test.is
Í Stavanger, þann 26. janúar 2006, var gengið frá samningi um útgáfu LOGOS á Íslandi.
LOGOS er hágæða greiningartæki til að greina lestrarerfiðleika hjá börnum, unglingum og fullorðnum.
LOGOS er nýtt tölvuforrit til að greina dyslexiu og aðra lestrarerfiðleika.
Við undirritaðar höfum síðan í janúar 2006 verið í samstarfi við lestrarsérfræðinginn prófessor Torleiv Høien frá Noregi um þýðingu, stöðlun og staðfæringu LOGOS á Íslandi.
Við höfum einnig keypt einkaréttinn á LOGOS á Íslandi.
Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru fyrstu löndin fyrir utan Noreg sem gefa prófið út en fleiri lönd eru í farvatninu.
LOGOS getur einnig nýst framhaldsskólum, lestrarmiðstöðvum, fullorðinsfræðslu og einkaskólum.

Tengiliðir LOGOS á Íslandi, Lexometrica, eru:
Bjarnfríður Jónsdóttir, Guðbjörg Ingimundardóttir,
Guðlaug Snorradóttir og Gyða M. Arnmundsdóttir.
Hafið samband við lexometrica@logos-test.is |